Hvernig sigrastu á sykurlöngun án öfga

eða viljastyrk?

Fjögurra vikna leið að varanlegu jafnvægi og þyngdarstjórnun.

Námskeiðið Frjáls frá sykurlöngun er fyrir konur sem vilja léttast með því að draga úr sykurlöngun í gegnum einföld skref og raunhæfar lausnir sem hægt er að byrja á strax, án þess að breyta öllu í einu.

Hljómar þetta kunnuglega?

  • Þér líður eins og þú sért föst, þrátt fyrir góðan ásetning. Þú vilt breyta, en ferð alltaf í sama farið þegar vaninn, þreytan eða dagurinn tekur yfir. Þú grípur í eitthvað sætt, ekki af svengd, heldur því það er í boði eða til að komast í gegnum daginn.

  • Og svo kemur eftirsjáin. Þreyta, bólga, höfuðverkur, meltingaróþægindi, erfiðleikar með einbeitingu og sú þungbæra tilfinning að hafa brugðist sjálfri þér. Eins og þú getir ekki treyst þér í kringum mat og sért föst í vítahring sem er erfitt að rjúfa.

  • Þú vilt léttast og líða betur með sjálfa þig. En laumast samt í sælgæti þegar enginn sér til. Uppáhalds gallabuxurnar passa ekki lengur og þú hugsar meira um hvað þú "mátt" borða en að njóta stundarinnar.

  • …og líklega ertu orðin þreytt á þessu öllu saman. Þreytt á baráttunni, sveiflum og sjálfsásökunum. Þú vilt meira jafnvægi, orku og sjálfstraust án megrunar. Þú vilt treysta sjálfri þér aftur.

Það er einmitt það sem Frjáls frá sykurlöngun hjálpar þér með.

Þú lærir að

  • Þekkja hvað kveikir sykurlöngun hjá þér og hvernig þú bregst við á annan hátt

  • Finna einfaldar lausnir sem virka í raunveruleikanum, jafnvel þegar þú ert þreytt eða undir álagi

  • Borða meira af mat sem nærir þig, svo þú þurfir ekki að berjast við freistingar

  • Upplifa meiri orku, stöðugri blóðsykur, betri líðan og aukið sjálfstraust

  • Treysta sjálfri þér aftur í kringum mat þannig að þú getir fundið jafnvægi án þess að finna skömm eða vera í stöðugu stríði við sjálfa þig

  • Byggja upp venjur sem styðja við þig, skref fyrir skref

Þú munt byrja að taka eftir því að hausverkurinn og orkuleysið hverfa smám saman. Kvöldsnarlsþörfin sem áður stjórnaði þér verður rólegri. Þú hættir að hugsa stanslaust um mat og hvort þú sért að „klúðra einhverju“. Í staðinn upplifir þú meiri léttleika í líkamanum og hugurinn verður skýrari. Meltingin batnar, svefninn verður dýpri og þú vaknar með meiri orku. Það verður eðlilegt að velja næringarríkan mat sem styður við þig, án þess að þurfa að berjast fyrir því.

Þú þarft ekki að gera allt fullkomlega, þú þarft bara að byrja.

Og Frjáls frá sykurlöngun sýnir þér hvernig.

Á námskeiðinu ferð þú að draga úr sykurlöngun, borða næringarríkari mat og ná betri stjórn á þínum matarvenjum.

Yfirlit námskeiðs

Vika 1 – Af hverju langar þig í sykur?

Þú lærir að átta þig á hvað kveikir sykurlöngun hjá þér og hvernig þú getur gripið inn í.

  • Aukin meðvitund svo þú takir meðvitaðri ákvarðanir í stað þess að detta í vana

  • Fyrstu skrefin að stjórn svo þú upplifir meira sjálfstraust og árangur strax í upphafi

  • Minni sjálfsásökun svo þú getir notið þess að borða án samviskubits

Vika 2 – Brjóta upp vanann og breyta umhverfinu

Þú lærir hvernig þú getur breytt umhverfinu, venjum og kvöldsnarli með litlum, hagnýtum aðgerðum.

  • Minna kvöldsnarl svo þú vaknir orkumeiri og án samviskubits

  • Meira skipulag og minni sjálfsátök svo það verði auðveldara að halda þig við það sem virkar

  • Umhverfi sem styður þig svo þú þurfir ekki að treysta á viljastyrk allan daginn

Vika 3 – Næring sem vinnur með þér, ekki á móti þér

Þú lærir hvernig næringarríkur matur getur haft áhrif á orkustig, jafnvægi og líðan.

  • Stöðugri blóðsykur svo sykurlöngunin minnki og þú haldir fókus og jafnvægi yfir daginn

  • Meiri orka og betri líðan svo þú getir mætt deginum með meira úthaldi

  • Sjálfsstjórn sem byggir á sjálfsvirðingu svo þú hættir að refsa þér og byrjar að styðja þig

Vika 4 – Festa breytingarnar í sessi og halda áfram

Þú lærir að búa til raunhæft plan fram á við og hvernig þú getur viðhaldið nýjum venjum í raunveruleikanum.

  • Skref fyrir næstu vikur og mánuði svo þú hættir ekki eftir að námskeiðinu lýkur

  • Meiri trú á sjálfa þig svo þú byrjir að treysta eigin ákvörðunum og haldir áfram með styrk

  • Betri tenging við mat og líkama svo þú borðir fyrir næringu, ekki vegna vana

Hvað lærirðu á námskeiðinu?

  • Hvernig á að draga úr sykurlöngun svo þú getir fundið fyrir aukinni orku og losnað við þessa stöðugu „ég þarf eitthvað sætt“ tilfinningu.

  • Hvernig þú byggir upp matarvenjur sem styðja við þína orku og vellíðan, þannig að þú vaknir endurnærð, takist á við daginn af eldmóði og njótir þess að næra líkama þinn af einlægni.

  • Hvernig þú nærð meiri stjórn á löngun í sætindi,  svo að þú getir tekið ákvarðanir sem eru í samræmi við heilsufarsmarkmið þín án þess að finnast þú vera stöðugt að berjast við sjálfan þig, sem gefur þér tilfinningu fyrir valdeflingu.

  • Hvernig þú getur haldið blóðsykrinum stöðugum yfir daginn, svo þú getir forðast orkutap, og skyndiákvarðanir að fá þér sætindi síðdegis, þannig að þú haldir þér í jafnvægi og skýrri hugsun.

  • Hvernig þú getur aukið orkuna yfir daginn þannig að þú verðir afkastameiri, hafir meiri athygli yfir daginn og takir meira þátt með nærveru í lífi þínu í stað þess að upplifa sljóleika og örmögnun.

  • Hvernig þú getur minnkað kvöldsnarl og tilfinningalegt át án þess að þurfa að hætta að borða allt gott.

  • Hvernig þú minnkar þörfina fyrir að hafa nammiskáp eða skúffu og þarft ekki lengur að borða í laumi.

  • Hvernig þú getur aukið sjálfstraustið í kringum mat og farið að treysta sjálfri þér aftur.

  • Hvernig þú velur hollari valkosti án þess að fórna neinu og ferð að njóta með meiri meðvitund.

  • Hvernig þú hættir “allt eða ekkert” hugsuninni og lærir að borða með sveigjanleika og sjálfsvirðingu.

  • Hvernig þú ferð að horfa í spegilinn með mildari augum og líða betur í eigin skinni.

  • Hvernig þú býrð til rútínu sem vinnur með þér, líka þegar það er álag eða þú dettur út af sporinu

Innifalið

  • Aðgangur að 4 vikum af hagnýtu og einföldu efni sem þú getur unnið á þínum eigin hraða

  • Kennsla og skýrar leiðbeiningar í hverri viku

  • Verkefni og æfingar sem hjálpa þér að tengja efnið við þína daglegu rútínu

  • Verkefnabækur bæði á PDF og docx formi sem hægt að prenta út eða fylla út í tölvu

  • Aðgangur að öllu efni í heilt ár, þannig að þú getur rifjað upp hvenær sem er

  • Engar kröfur um tímasetningar, þú ræður hvenær þú byrjar

Meðmæli

"Mjög faglegt námskeið þar sem farið er yfir gagnlegt efni til að minnka sykurlöngun. Það er gott aðhald á námskeiðinu. Það er vel sett upp og einfalt aðgengi að öllu efninu. Þetta er ekki töfralausn heldur lífstílsbreyting."

- Eyrún

"Frábær og faglegur námskeiðshaldari. Ég fékk mörg verkfæri til að vinna með á námskeiðinu til að viðhalda sykurbindinu. Betri framtíðarsýn."

- Fjóla

"Flott námskeið sem fékk mig til að skoða matarvenjur mínar á meðvitaðan hátt. Ég fékk mörg fín ráð til að slá á og ná stjórn á sykurlöngun og grunn til að byggja matarvenjur á til frambúðar."

- Lára

"Mér líkaði mjög vel "andrúmsloftið" á námskeiðinu, það var ákveðin ró yfir öllu og mér fannst Hrund hafa einstaklega notalega og góða "nærveru". Námsefnið var mjög vandað og greinilega unnið af miklum áhuga, metnaði og fagmennsku. Hvernig Hrund nálgaðist efnið náði einhvernveginn tökum á mér og hafði góð áhrif á hugarfarið sem ég finn að muni hjálpa mér áfram til að ná þeim árangri sem ég ætla mér. Ég er komin með fullt af gagnlegum verkfærum á þeirri vegferð og er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu námskeiði."

- Áslaug

"Þetta er námskeið sem fær þig til að horfa inn á við. Þú færð stuðning við það hvernig þú getur byrjað að breyta tengslum þinum við sykur. Þu færð ýmis tæki til að breyta þessum tengslum og leiðbeiningar sem þú tekur svo með þér til áframhaldandi vinnu. Fyrirlestrarnir eru hæfilega langir, vel upp settir og styðja vel við vegferð þína. Hrund er vel að sér og leggur mikla áherslu á litu skrefin og sjálfsmildi. Hrund fær þig til að skoða inn á við hvað veldur sykurlöngun þinni. Það hefur alltaf verið sama sem merki milli mín og sykurs, en eftir þetta námskeið er efri línan í = merkinu farin og nú tekur við vinna að eyða neðri línunni. Ég hef farið á mörg námskeið um þetta efni en þetta er klárlega það besta."

- Guðbjörg

"Það sem hentaði svo vel fyrir mig var að þarna var ég í verkefni, ég var ekki bara að minnka sykurinn af því að ég var búin að hugsa um það, heldur að því að ég var á námskeiði. Ég átti frekar auðvelt með það, eftir fyrstu vikuna, af því að þá sá ég hvað það var sem olli sykurlönguninni hjá mér og gat brugðist við því. Ég notaði líka aðeins hugmyndirnar að millimálum og er þar af leiðandi ósjálfrátt farin að borða hollara en ég gerði því ég hef aukið grænmetis og ávaxtaneysluna. Ég myndi hiklaust mæla með þessu, og sérstaklega fyrir þá sem hafa kannski verið að hugsa um að minnka sykurneysluna, þetta ýtir manni af stað."

- Fjóla

"Þetta námskeið er hæfilega langt og mjög hnitmiðað. Hvetur þig til að taka meðvitaðar ákvarðanir og það sem ég fékk mest út úr því miðað við annað sem ég hef reynt, er að tileinka mér að breyta litlum hlutum í einu og ekki gefast upp þó illa gangi í fyrstu, semsagt hætta að hugsa ALLT EÐA EKKERT. Mæli með þessu námskeiði."

- Jóna

"Hrund vissi mjög vel um hvað hún var að tala, skýrði vel út alls kyns þætti sem gott er að heyra um og halda til haga. Hlustaði vel, var styðjandi og hvetjandi. Námskeiðið skildi eftir góðan og fjölbreyttan fróðleik sem hefur síast inn smátt og smátt sem ég er viss um að nýtist mér í baráttunni við sykurpúkann. Núna skil ég betur allt þetta ferli."

- Hjördís

"Fræðsla um blóðsykur. Mikilvægi þess að vera meðvitaður um ákvarðanir sem við tökum. Hvað við getum gert í staðinn. Hvernig við brjótum venjur og setjum um nýjar venjur og norm. Sjálf hef ég verið föst í svarthvítu þetta er hvort sem er allt farið. Nú leyfi ég mér stundum smá og hætti, held ekki endalaust áfram. Hef algjörlega sleppt skyndibita í sjoppunni."

- Katrín

Bónus

Að halda áfram eftir bakslag

Stutt, hvetjandi kennsla sem styður þig þegar hlutirnir fara ekki alveg eins og þú ætlaðir. Því við vitum að það kemur að því að eitthvað klikkar, þú borðar eitthvað sem þú ætlaðir ekki eða borðar of mikið og missir aðeins taktinn. En það sem skiptir mestu máli er hvernig þú bregst við. Þú lærir að taka næsta skref án þess að rífa þig niður eða gefast upp, heldur með styrk og sjálfsumhyggju.

Fyrir hvern er námskeiðið?

Frjáls frá sykurlöngun er fyrir þig ef þig:

  • Langar að skilja betur hvað veldur sykurlöngun og hvernig þú getur brugðist við á annan hátt

  • Langar að draga úr sykurlöngun og öðlast meira jafnvægi í mataræðinu

  • Langar að losna við sveiflur í mataræði og endalausa byrjun á mánudaginn

  • Vilt öðlast meira jafnvægi og stjórn í kringum mat

  • Vilt breyta án þess að fara í öfgar eða kúra

  • Ert tilbúin að skoða vanann bakvið sætindaþörf og tileinka þér hollari valkosti

  • Vilt byggja upp sjálfstraust og stjórn í matarvenjum

  • Vilt líða betur í eigin líkama með litlum, raunhæfum skrefum

Fyrir hvern er námskeiðið ekki?

Námskeiðið er ekki fyrir þig ef þú:

  • Leitar að ströngu matarplani eða megrunarkúr með skýrum reglum um hvað má og má ekki

  • Vilt fá skjótan árangur með mikilli takmörkun og "allt eða ekkert" hugsun

  • Vilt ekki kafa dýpra í eigin vanamynstur eða tileinka þér ný viðhorf

  • Þú vilt ekki vinna sjálfstætt í gegnum efnið

  • Ert með alvarlegan heilsuvanda eða átraskanir sem krefjast sérfræðiþjónustu

Þú færð aðgang að námskeiðinu samdægurs fyrir 17.997 kr.

Um mig

Ég heiti Hrund og starfa sem næringarfræðingur.

Ég hjálpa fólki að skapa heilbrigt samband við mat og finna jafnvægi án öfga. Ég kenni þeim að velja næringarríka valkosti, hlusta á líkamann sinn og borða í takt við eigin þarfir. Mitt markmið er að styðja fólk í átt að betri líðan, auknu sjálfstrausti í matarvenjum og þyngdarstjórnun sem byggir á jafnvægi en ekki takmörkunum.

Ég hef sjálf verið á þeim stað þar sem sykur og næringarsnauður matur voru mín leið til að dreifa huganum, róa tilfinningar eða verðlauna mig. Ég veit af eigin reynslu hversu sterkar þessar hvatir geta verið og hversu erfitt það getur verið að breyta vananum.


Það sem hjálpaði mér mest var þegar ég hætti að treysta á viljastyrkinn og byrjaði í staðinn að undirbúa mig betur. Ég fór að skipuleggja mig betur, setti næringarríkt millimál í veskið og hætti að treysta á það að „standast freistingarnar“. Smám saman fór sykurlöngunin að dvína, ekki vegna þess að ég bannaði mér neitt, heldur vegna þess að ég gaf líkamanum það sem hann þurfti. Það breytti öllu.


Í dag upplifi ég mikinn létti að vera laus við sífelldar hugsanir um næsta sykurskammt. Þess
vegna brenn ég fyrir því að hjálpa öðrum konum að ná þessum áfanga, að finna frelsið sem felst í því að vera ekki lengur föst í sykurlöngun, heldur hafa meiri orku, hugarró og fókus fyrir það sem skiptir raunverulega máli í lífinu.

Algengar spurningar

Þarf ég að hætta alveg að borða sykur?

Nei, það er algjörlega þitt val. Þetta námskeið hjálpar þér að minnka sykurlöngun og velja meðvitað, ekki banna. Þú lærir að finna jafnvægi sem þú getur haldið út.

Fylgir matarplan?

Nei, það fylgir ekki fast plan. Þú lærir að skilja betur eigin venjur og aðstæður og hvernig þú getur valið hollari mat sjálf, í stað þess að fylgja skyndiplani sem endist ekki.

Hversu mikinn tíma þarf ég að leggja í þetta?

Það eru um 20–30 mínútur af efni á viku, og þú getur unnið með það á þínum hraða. Æfingarnar eru hagnýtar og einfaldar.

Er þetta bara fyrir konur?

Þó að námskeiðið sé hannað með konur í huga og sé mest sótt af þeim, þá eru allir velkomnir sem tengja við vandamálið og vilja læra að breyta matarvenjum sínum.

Hvað ef ég næ ekki að byrja strax?

Þú færð aðgang að öllu efninu strax og heldur honum í heilt ár. Þú getur því byrjað og unnið á þínum eigin hraða, þegar það hentar þér best.

Get ég fengið persónulega aðstoð?

Nei, þetta er vefnámskeið án lifandi leiðsagnar.

Ég hef prófað svo margt áður, hvernig veit ég að þetta virkar?

Þetta námskeið er ekki skyndilausn heldur raunhæf nálgun byggð á því að byggja upp varanlegar venjur. Þú færð einföld verkfæri til að vinna með þína hegðun, ekki gegn henni.

Ég er ekki með neinn viljastyrk.

Þú þarft ekki meiri viljastyrk, þú þarft betri verkfæri. Þú færð tól og leiðir sem styðja þig og hjálpa þér að bregðast öðruvísi við sykurlöngun.

Ég er svo upptekin, mun ég hafa tíma fyrir þetta?

Efnið er hannað til að passa inn í daglegt líf. Þú getur horft á það þegar þér hentar og unnið í þínum eigin hraða, og þú hefur aðgang að því í heilt ár!

Ég borða ekki mikið sælgæti, ætti ég samt að taka þátt?

Já! Sykurlöngun snýst oft ekki bara um sælgæti, heldur ávana, þreytu á kvöldin, tilfinningatengda neyslu og rútínu sem má breyta. Þetta námskeið hjálpar þér að ná meiri meðvitund og stjórn, sama hvar þú ert stödd.

Ef þú ert búin að reyna ýmislegt áður, þá skil ég það. En þetta er ekki enn einn megrunarkúrinn eða ný „regla“. Þetta er nálgun sem hjálpar þér að byggja upp heilbrigðari og einfaldari venjur sem styðja við lífið þitt og hjálpa þér að losna við stöðugar freistingar og sveiflur í mataræði. Það þarf ekki að vera erfitt og þú þarft ekki að vera tilbúin að gera allt 100%, þú þarft bara að vera tilbúin að stíga fyrsta skrefið.

©Höfundaréttur 2025 Hrund Valgeirsdóttir

Næring & Ráðgjöf

Allur réttur áskilinn