Hollara mataræði með litlum og auðveldum breytingum
Langar þig að borða hollara, draga úr sykurlöngun og ná betri stjórn á matarvenjum þínum?
Í þessu 4 vikna námskeiði lærir þú að greina ómeðvitaðar matarvenjur, finna hollari valkosti þegar þú ert upptekin eða þreytt og byggja upp mataræði sem hentar þér.
Þú færð einfaldar aðferðir til að takast á við sykurþörf, kvöldsnarl og að standast daglegar freistingar.
Með þessum breytingum munt þú upplifa meiri orku, stöðugri blóðsykur, betri líðan og aukið sjálfstraust í mataræðinu þínu.
Ná betri stjórn á mataræðinu
Draga úr sykurlöngun og bæta matarvenjur sínar
Standast daglegar freistingar
Finna hollari valkosti með minni fyrirhöfn
Hætta að detta í vítahring óskipulags og kvöldsnarls
Upplifa meiri orku og betri líðan
Vefnámskeiðið fer fram dagana 3.–30. mars og er algjörlega ókeypis! Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að samþykkja að veita uppbyggilega endurgjöf meðan á námskeiðinu stendur og gefa umsögn að loknu námskeiðinu. Hljómar það ekki eins og frábær díll?
Upptökur af kennsluefninu verða settar inn í lokaðan Facebook hóp á mánudögum, svo þú getur horft þegar þér hentar. Á fimmtudögum verður spurt & svarað á Zoom, og upptaka af því verður einnig aðgengileg fyrir þá sem komast ekki í beinni útsendingu.
Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara! Frír aðgangur að námskeiðinu er aðeins í boði í mars.
Skráningu lýkur á miðnætti 2.mars.
Ég heiti Hrund og er næringarfræðingur.
Ég hjálpa fólki að skapa heilbrigt samband við mat og finna jafnvægi án öfga. Ég kenni þeim að velja næringarríka valkosti, hlusta á líkamann sinn og borða í takt við eigin þarfir. Mitt markmið er að leiðbeina fólki í átt að betri líðan, sjálfsöryggi í mataræðinu og þyngdarstjórnun sem byggir á jafnvægi en ekki takmörkunum.
©Höfundaréttur Hrund Valgeirsdóttir
Allur réttur áskilinn