Næring.com

Hlustaðu á líkama þinn

Þriggja daga örnámskeið sem hjálpar þér að tengjast svengd, mettun og líkamanum þínum á ný. Þú lærir að greina raunverulega þörf, nota svengdarskalann, skoða skammtastærðir og þróa svengdarstjórnun.

Dagur 1 - Hvað er raunveruleg svengd og hvernig greini ég hana?

Fyrsta daginn byrjum við á því að virkja líkamsvitund og tengjast aftur þeim skilaboðum sem líkaminn gefur áður en við förum að borða. Við skoðum hvernig raunveruleg svengd birtist (og hvernig hún ruglast við vana, tilfinningar eða klukku), kynnum svengdarskalann og förum yfir af hverju svo margt fólk borðar annað hvort of seint eða meira en það þarf.

Þú lærir að taka púlsinn á þér áður en þú borðar, skilja muninn á löngun og þörf og byrja að treysta líkamanum sem leiðarljósi.

Það sem þú færð:

  • Kennslu um líkamlega vs. tilfinningalega svengd

  • Skýran svengdarskala sem hjálpar þér að meta eigin þörf

  • Innsýn í hvers vegna við borðum stundum „án þess að vera svöng“

  • Einföld æfing: „Hvernig líður mér áður en ég borða?“

  • Verkefni dagsins: Svengdarmælir sem þú fyllir út í nokkra daga til að styrkja tenginguna við líkama þinn

Dagur 2 - Af hverju borðum við meira en við þurfum?

Á öðrum degi skoðum við hvað getur haft áhrif á það að við borðum umfram raunverulega þörf, jafnvel þótt við séum ekki svöng. Hér förum við dýpra í skammtastærðir og venjur sem hafa mótast með tímanum, oft án þess að við tökum eftir því.

Þú færð tól og innsýn til að greina hvað er „nóg“ fyrir þig, læra að hægja á og búa til meira rými fyrir meðvitað val án þess að þurfa að telja, mæla eða fara eftir flóknum reglum.

Það sem þú færð:

  • Skýra innsýn í af hverju við borðum stundum umfram þörf

  • Hvernig skammtastærðir mótast og hvernig þú finnur þitt jafnvægi

  • Áhrif hraða, áreitis og sjálfvirkni á ákvarðanir við matarborðið

  • Tækni til að hægja á með mýkt og minni meðvitund

  • Verkefni dagsins:

    • Skammtaspegill – hvað er nægilegt magn fyrir mig í dag?

    • Athugun á mettun – hvenær byrjaði ég að borða, og hvenær fann ég að ég hafði fengið nóg?

Dagur 3 - Hvernig stjórna ég svengd?

Síðasti dagurinn snýst um að styrkja tenginguna við líkama þinn á mildan hátt og þróa venjur sem styðja við jafnvægi yfir daginn án stífrar sjálfsstjórnar. Við skoðum hvernig við getum byggt upp matarstuðning, tekið meðvitaðar ákvarðanir og haldið áfram, jafnvel þegar við dettum aðeins út af sporinu.

Þetta er dagurinn þar sem þú lærir að mæta sjálfri þér með mýkt í stað skammar, og byggja inn styrk sem styður við þig í raunveruleikanum ekki bara þegar allt gengur fullkomlega.

Það sem þú færð:

  • Leiðsögn um hvernig orkubætandi venjur geta dregið úr óþarfa löngunum

  • Ramma sem hjálpar þér að greina → bregðast við → velja meðvitað

  • Tól til að halda áfram eftir „farið af sporinu“ – án sektar eða hörku

  • Einfalda daglega svengdarvenju

  • Verkefni dagsins: Svengdarútína – hvernig vil ég hlusta á líkama minn næstu 5 daga?

Hagnýtar upplýsingar

  • Efnið er aðgengilegt: í 3 mánuði frá opnun

  • Verð: 14.997 kr.

  • Ath! Þetta er sjálfstætt örnámskeið sem þú vinnur í eigin tíma. Þú færð aðgang að öllum kennslum og verkefnum samtímis, og getur valið þér þann takt sem hentar þér best.

©Höfundaréttur Hrund Valgeirsdóttir

Næring & Ráðgjöf
Allur réttur áskilinn