Næring.com

21.apríl - 15.júní 2025

matarfrelsi -

finndu þinn takt

Láttu mataræðið vinna með þér - ekki á móti þér

Skráningu í hóparáðgjöfina er lokið!

Ef þú vilt fylgjast með næstu námskeiðum,

þá geturðu skráð þig á póstlista hér

  • Þú veist hvað þú átt að gera í mataræðinu en nærð samt ekki að fylgja því

  • Þú ert oft að velta fyrir þér hvað sé rétt að borða og hvað ekki

  • Þú ferð úr því að vera “dugleg” yfir í að missa tökin – aftur og aftur

  • Þú vilt léttast án þess að fylgja megrunarkúrum

  • Þú finnur að matarvenjurnar þínar styðja þig ekki eins og þú vilt í dag

  • Þú ert tilbúin að finna þína leið í mataræði en ekki enn eina lausnina sem virkar bara í smá tíma

Hugsaðu þér..

Hugsaðu þér hvernig það væri að hafa meiri kraft yfir daginn og vakna með meiri orku - með skýra sýn á hvað hentar þér í mataræði.

Fötin passa betur, þú hlustar á líkama þinn og tekur ákvarðanir sem styðja við heilsuna. Þú finnur betur hvenær þú ert svöng og södd og velur mat sem lætur þér líða vel – bæði líkamlega og andlega.


Þú ert komin með heilbrigðari venjur, meiri trú á sjálfa þig og matarfrelsi sem endist. Þú stjórnar matnum, hann stjórnar ekki þér.

Þessi hóparáðgjöf er fyrir þig ef þú vilt:

  • Taka skref í átt að þínu besta mataræði

  • Læra að borða í takt við þinn líkama

  • Bæta sjálfsstjórn í kringum mat og taka meðvitaðri ákvarðanir

  • Læra hvernig næring styður við þyngdarstjórnun

  • Læra svengdarstjórnun og hvernig hún getur hjálpað þér

  • Búa til matarvenjur sem styðja við orku, vellíðan og jafnvægi

  • Stjórna matnum, ekki láta hann stjórna þér

Um mig

Ég heiti Hrund og er næringarfræðingur.


Ég hjálpa fólki að skapa heilbrigt samband við mat og finna jafnvægi án öfga. Ég kenni þeim að velja næringarríka valkosti, hlusta á líkamann sinn og borða í takt við eigin þarfir. Mitt markmið er að leiðbeina fólki í átt að betri líðan, sjálfsöryggi í mataræðinu og þyngdarstjórnun sem byggir á jafnvægi en ekki takmörkunum.

AF hverju þetta virkar

Matarfrelsi hóparáðgjöfin er byggð á aðferðum sem hjálpa þér að skapa matarvenjur sem endast. Þú lærir að hlusta á líkama þinn og bregðast við þínum þörfum af virðingu og meðvitund, í stað þess að elta endalausa megrunarkúra.

Við vinnum með einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að skapa sjálfstraust í kringum mat og hjálpa þér að finna jafnvægi sem þú getur haldið út. Í stað þess að reyna að "standast freistingar" lærir þú að skilja þær, vinna með þær og smám saman minnka þörfina fyrir þær.


Það sem gerir þetta námskeið öðruvísi er að það er mótað til að virka í raunveruleikanum. Ekki fyrir hinn fullkomna dag, heldur fyrir lífið eins og það er. Með stuðningi, fræðslu og skref fyrir skref nálgun lærir þú að finna þinn takt, treysta á eigin innsæi og byggja upp mataræðið sem hentar þér, ekki einhverri tilbúnni uppskrift.

Hvað gerum við í hóparáðgjöfinni?

Við vinnum saman í hópnum í 8 vikur (21. apríl – 15. júní) þar sem þú færð leiðsögn, stuðning og verkfæri til að finna mataræðið sem hentar þér best. Þú lærir að hlusta á líkama þinn, skilja hans þarfir og þróa heilbrigðar matarvenjur sem þú getur haldið út til framtíðar.

Við förum yfir hvað skiptir raunverulega máli þegar kemur að því að byggja upp næringarríkt mataræði sem styður við orku, jafnvægi og lífsstíl. Þú færð innsýn í hvernig matur getur styrkt heilsuna, bætt orkustig og hjálpað þér að halda jafnvægi í daglegu lífi.

Þetta er ekki megrunarnámskeið, heldur ferli sem hjálpar þér að losna við hugsun að þú sért að missa af einhverju, streitu í kringum mat og sveiflur í mataræði. Þú færð skýrari sýn á hvernig þú getur borðað á þinn eigin hátt, án sektarkenndar og án skammtímalausna.

Skráningu lýkur á miðnætti 8.apríl.

Áfangar

Vika 1-2

Leggja grunninn að þínum takti

  • Sjálfsmynd

  • Raunhæf markmið

  • Skilningur á næringu

Vika 3-4

Meðvituð næring

  • Svengdarstjórnun

  • Þyngdarstjórnun

  • Innri sjálfsstjórn

Vika 5-6

Styðjandi næring

  • Hormónajafnvægi og mataræði

  • Matarsjálfsöryggi

  • Grunnur að langvarandi breytingum

Vika 7-8

Matarfrelsi til framtíðar

  • Rútína sem styður

  • Ný sjálfsmynd

  • Mataræði sem vinnur með þér

  • Framtíðarsýn

Innifalið

  • Nýtt efni í hverri viku

  • Ný verkefni í hverri viku

  • Lokaður Facebook hópur

  • Stuðningur í gegnum Facebook hóp

  • Vikulegur Zoom hittingur með hópnum

Bónus

  • Matarplan til að styðjast við í upphafi hverrar viku

  • Aðgangur í 3 mánuði að Frjáls frá sykurlöngun námskeiðsefni

  • Að halda áfram eftir bakslag (kennsluefni)

Verð: 69.997 kr.

Fullt verð 84.997 kr. ef þú varst ekki þátttakandi í Frjáls frá sykurlöngun

Öll upphæð greidd

í einu lagi (69.997 kr.)

Tvískipt greiðsla, í apríl og maí

37.497 kr. í hvort skipti

ímyndaðu þér..

Ímyndaðu þér að þú vaknar um miðjan júní með meira sjálfstraust og ró í kringum mat. Þú veist hvernig þú vilt nærast, ekki út frá reglum eða skorti, heldur því sem styður við orkuna þína og vellíðan. Þú ert orðin færari í að bregðast við þegar streita, þreyta eða tilfinningar banka upp á, án þess að detta sjálfkrafa í gamlar venjur.

Þú hefur fundið takt sem hentar þér. Þú þarft ekki lengur að byrja “á mánudaginn” eða “eftir áramót”, því þú ert nú þegar á braut sem styður við líf sem þú getur haldið út til lengri tíma.


Þú stendur sterkari, með skýrari sýn og verkfæri sem virka fyrir lífið þitt.

Algengar spurningar

Þarf ég að fylgja einhverju ákveðnu matarplani?

Nei, þú þarft ekki að fylgja neinu sérstöku matarplani. Þú lærir að hlusta á þinn líkama, skilja hvað hentar þér og þróa með þér heilbrigðar og sjálfbærar venjur sem þú getur lifað með til lengri tíma. Það fylgir matarplan með hóparáðgjöfinni fyrir hverja viku sem er hægt að nota sem stuðning að hugmyndum fyrir næringarríkar máltíðir.

Hvenær verða Zoom fundir haldnir?

Við munum sameiginlega finna tíma í upphafi sem hentar fyrir flestar í hópnum.

Hvað ef ég næ ekki að vera með í öllu efni eða Zoom fundum?

Það er engin pressa að vera með á öllum Zoom fundum, þeir verða alltaf teknir upp og verða aðgengilegir fyrir þig. Hins vegar er gott ef sem flestar eru á svipuðu róli í hverri viku, þannig get ég stutt ykkur betur og þið fáið tækifæri til að styðja hvor aðra og tengja saman reynsluna ykkar.

Ef þú nærð ekki að fylgja alveg með í rauntíma er það líka allt í lagi, þú hefur aðgang að öllu efninu í þrjá mánuði eftir að námskeiðinu lýkur og getur unnið með það á þínum eigin hraða.

Get ég skipt upp greiðslunni fyrir námskeiðið?

Já, það er hægt að skipta greiðslunni í 2 hluta, þá yrði hvor greiðslan 37.497 kr. og sú fyrri yrði greidd í apríl og seinni í maí. Ef þetta hentar þér betur, þá geturðu valið skráningar hnappinn hér fyrir ofan sem býður uppá það.

Hver er munurinn á Frjáls frá sykurlöngun og Matarfrelsi?

Frjáls frá sykurlöngun er stutt, fjögurra vikna námskeið sem einblínir á að minnka sykurlöngun og hjálpa þér að brjóta upp óhjálplegar venjur tengdar sykri. Það er frábær byrjun fyrir þær sem vilja komast af stað og fá hvatningu til að minnka sætindaneyslu.

Matarfrelsi er dýpri hóparáðgjöf sem stendur yfir í átta vikur. Þar verður stuðningur og aðhald og unnið markvisst í að bæta mataræðið í heild. Einnig að læra að borða í takt við líkamsþarfir, þekkja svengdar- og seddumerki og þróa venjur sem styðja við þinn lífsstíl og vellíðan.

Þú setur þér raunhæf markmið sem skipta þig máli og lærir að standa við þau. Við skoðum næringarríkan mat, sveigjanlegt mataræði og hvernig þú getur treyst sjálfri þér í kringum mat. Þetta snýst ekki um að "forðast sykur" heldur að byggja upp matarvenjur sem endast og henta þér persónulega.

©Höfundaréttur Hrund Valgeirsdóttir

Næring & Ráðgjöf
Allur réttur áskilinn