Námskeið

Hér finnur þú hagnýt og aðgengileg námskeið sem hjálpa þér að tengjast betur líkamanum, þróa með þér heilbrigðari matarvenjur og byggja upp jafnvægi í daglegu lífi, án öfga og megrunar.

Hvort sem þú vilt ná stjórn á sykurlöngun eða læra að hlusta á líkamann þinn, þá finnur þú hér raunhæf verkfæri sem virka í alvöru lífi. Með skýrum leiðbeiningum lærirðu að breyta skref fyrir skref.

Um leið og þú skráir þig á námskeið, færðu aðgang samstundis.

Frjáls frá sykurlöngun

Hvernig sigrastu á sykurlöngun án öfga eða viljastyrk?

Fjögurra vikna leið að varanlegu jafnvægi og þyngdarstjórnun.

Námskeiðið Frjáls frá sykurlöngun er fyrir konur sem vilja draga úr sykurlöngun í gegnum einföld skref og raunhæfar lausnir sem hægt er að byrja á strax, án þess að breyta öllu í einu.

Hlustaðu á líkama þinn

Lærðu að greina raunverulega þörf, nota svengdarskalann, skoða skammtastærðir og þróa svengdarstjórnun.

Þriggja daga námskeið þar sem þú lærir að lesa merkin frá líkamanum; hvenær þú ert svöng, mettuð og hvað líkaminn þinn raunverulega þarf. Þetta námskeið hjálpar þér að borða af meiri ró, án samviskubits og skammtímalausna. Þú byggir upp traust samband við mat og líkama.

©Höfundaréttur 2025 Hrund Valgeirsdóttir

Næring & Ráðgjöf

Allur réttur áskilinn